Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 55 sjúklingar með COVID á Landspítala, 52 þeirra í einangrun. 4 eru á gjörgæslu, þrír í öndunarvél. Áfram er mikið um greiningar á bráðamóttöku og hjá innlögðum sjúklingum og eru COVID sjúklingar nú á 15 deildum. 13 bættust í hópinn í gær og 12 fóru úr honum. Andlát varð í gær.
- Athygli er vakin á því að áfram eru í gildi sóttvarnarreglur á Landspítala og eru allir sem greinast með COVID einangraðir þótt slíkar reglur kunni ekki að eiga við viðkomandi utan spítalans. Þetta er gert til að vernda þá viðkvæmu hópa sem eðli máls samkvæmt leita til Landspítala.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Landspítali beinir því til almennings að hringja ekki á deildir spítalans í leit að upplýsingum um viðbrögð vegna COVID-19. Bent er á símanúmerið 513 1700 þar sem er netspjall Heilsuveru með upplýsingum og ráðgjöf um COVID-19. Upplýsingar er einnig að fá á vefjum Landspítala, Embættis landlæknis og á www.covid.is.