Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 55 sjúklingar með COVID á Landspítala, 48 í einangrun. 4 eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél og einangrun. Sjúklingar með COVID eru nú á 15 deildum, 5 bættust í hópinn í gær og 7 fóru úr honum.
Starfsfólk í einangrun eru 252 talsins.
Útbreiðsla smits í landinu er mikil sem endurspeglast í fjölda þeirra deilda á Landspítala þar sem sjúklingar eru með COVID sem og fjölda þeirra heilbrigðisstofnana um landið sem glíma við verkefnið.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.