Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og Landspítala halda opið málþing í Hringsal Landspítala og í streymi miðvikudaginn 9. mars 2022, kl. 14:30-16:00.
Streymið verður aðgengilegt á Facebook-síðum Samtaka um krabbameinsrannsóknir og Landspítala. Yfirskrift málþingsins er „Ræðum um ristilinn: Greining, meðferð og skimun“.
Athugið grímuskyldu og 1 metra nándarreglu.
Dagskrá
Ristilkrabbamein – yfirlit
Jórunn Atladóttir
ristilskurðlæknir og teymisstjóri á neðra kviðarholsteymi Landspítala
Erfðir ristilkrabbameina og nýjungar í lyfjameðferð
Sigurdís Haraldsdóttir
dósent í krabbameinslækningum við HÍ og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítala
Sameindameinafræðilegar greiningar á ristilkrabbameini
Bylgja Hilmarsdóttir
sameindalíffræðingur við meinafræðideild Landspítala
Skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi
Anna Sverrisdóttir
skurðlæknir, sérfræðingur í almennum skurðlækningum með sérhæfingu í neðri meltingarvegi, Læknastöðinni Glæsibæ