Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á neyðarstigi í mars 2022
(Breytingar frá síðustu gildandi reglum í nr. 12, 13 og 17)
- Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð. Á öllum bráðamóttökum eru notaðar fínagnagrímur án ventils við umönnun sjúklinga. Einnig er ráðlagt að nota fínagnagrímur við umönnun nýinnlagðra sjúklinga meðan ekki er búið að svara innlagnasýni (skimsýni f. COVID)
- Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
- Heimsóknir eru bannaðar nema með sérstökum undantekningum. Mælst er til þess að gesturinn sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðustu 6 mánuðum, ekki í sóttkví og ekki með nein öndunarfæraeinkenni eða hita. Gestur skal nota fínagnagrímu. Undanþágur frá þessu eru gerðar í samráði við stjórnendur viðkomandi deilda. Börn undir 12 ára aldri eiga ekki að koma í heimsókn nema með sérstöku leyfi. Gestir mega ekki borða með sjúklingum þar sem þá þarf að taka niður grímu.
- Leyfi sjúklinga eru ekki heimil nema að fengnu leyfi farsóttanefndar.
- Viðhafa skal hólfaskiptingu á öllum starfseiningum þar sem slíku verður við komið.
- Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð eiga ekki að hafa með sér fylgdarmann nema það sé algjörlega nauðsynlegt.
- Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
- Reglur um útsetta starfsmenn er að finna í flæðiriti hér.
- Starfsfólk sem er útsett vegna smits á heimili/dvalarstað eða í samfélaginu má kalla til vinnu í sóttkví B1 ef viðkomandi er fullbólusettur, með neikvætt PCR próf og einkennalaus. Hann skal fylgja reglum um framkvæmd sóttkvíar B í hvívetna. Ef um staka útsetningu er að ræða eða hægt er að halda aðskilnaði á heimili nægir að starfsmaður skili einu neikvæðu sýni í upphafi (má vera í vinnslu) og síðan á 4. degi. Ef ekki er hægt að halda aðskilnaði þá lýkur sóttkví starfsmanns á 6. degi eftir að sá síðasti á heimilinu hefur greinst með COVID. Sóttkví B1 lýkur alltaf með neikvæðu PCR prófi.
- Ef starfsmaður er kallaður inn í sóttkví B1 af yfirmanni þarf að skrá hann í vefform á þessari slóð.
- Bólusettir og óbólustarfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu (eldri en 60 daga) sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf við komuna til landsins. Þeir skrá sig í sóttkví C á vefnum og panta PCR í Heilsuveru og fara svo í annað PCR próf eftir 4 daga (panta sjálfir í Heilsuveru). Ef starfsmaður hefur ekki fengið svar úr sýnatöku þegar hann þarf að mæta til vinnu þá má yfirmaður kalla í sóttkví B2 (fínagnagríma og matast afsíðis) sem varir þar til niðurstaða liggur fyrir.
- Starfsmaður við vinnu sem fær einkenni þarf að skipta yfir í fínagnagrímu, skila PCR prófi við fyrsta tækifæri en hann má ljúka vinnudeginum.
- Ef starfsmenn með COVID eru einkennalausir/einkennalitlir og treysta sér til vinnu áður en 5 daga einangrun er lokið (greiningardagur með viðurkenndu prófi er dagur 0), þá er það heimilt, en þeir þurfa að vera með fínagnagrímu án ventils og ekki vera nálægt samstarfsfólki þegar gríma er tekin niður til að matast.
- Þeir sem hafa fengið COVID fyrir minna en 60 dögum eru undanþegnir sýnatöku á landamærum og sóttkví C innan Landspítala.
- Starfsmaður sem er að koma til starfa eftir COVID sýkingu þarf að skrá sig í sóttkví C sem gildir í 5 daga frá endurkomu til vinnu. Það er gert í vefformi hér.
- Ef heimilismaður á heimili starfsmanns fer í einkennasýnatöku þá má einkennalaus, fullbólusettur starfsmaður koma til vinnu en hann þarf að nota fínagnagrímu án ventils þar til niðurstaða liggur fyrir.
- Fundir starfsmanna eru nú heimilir. Allir fundarmenn með grímu og gæta að eins metra fjarlægð og tveimur metrum ef gríma er tekin niður til að neyta veitinga.
- Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn, eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér.