Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 79 sjúklingar á Landspítala með COVID. Þar af eru 76 með virkt smit og 3 eru í bataferli eftir COVID. Í gær bættust 9 í hópinn og 8 fóru úr honum. Á gjörgæslu eru 4 sjúklingar og 3 þeirra í öndunarvél.
Vel gengur að aflétta einangrun á L2 en þar ætti öllum afléttingum að vera lokið 21. mars og starfsemin getur þá færst í eðlilegt horf. Á L4 er einnig byrjað að aflétta og má búast við að síðasti sjúklingur losni úr einangrun 22. mars.
Starfsmenn í einangrun eru áfram um 300 að lágmarki.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Engar breytingar eru fyrirhugaðar á reglum alveg á næstunni enda hefur verið létt talsvert á að undanförnu.
- Minnt er á að sjúklingar sem eru nýkomnir yfir landamæri mega koma á dag- og göngudeildir ef þeir eru einkennalausir og ekki útsettir á heimili og sjúklingar sem leggjast inn og nýkomnir yfir landamæri þurfa ekki sóttkví ef komusýni er neikvætt.