Landspítali er á neyðarstigi
Á Landspítala liggja nú 82 sjúklingar með Covid, þar af eru 75 með virkt smit og 7 eru lausir úr einangrun og bíða flutnings. Síðastliðinn sólarhring bættust við 19 sjúklingar og 16 voru útskrifaðir, þar af varð eitt andlát.
Covid sjúklingar liggja á 15 legudeildum og auk þess eru 6 á gjörgæsludeildum, 4 þeirra í öndunarvél.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Flæði sjúklinga er með allra þyngsta móti og mikill skortur á legurýmum og mannskap.
Farsóttanefnd er nú að einbeita sér að því að stöðva lægðaganginn yfir landinu og reyna að útvega starfsfólki Landspítala betra veður!