Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tók á móti heilbrigðisráðherra Grænlands, Kirsten Fencker og sendinefnd hennar á spítalanum í mars 2022.
Landspítali og heilbrigðisráðuneyti Grænlands gerðu með sér samning um þjónustu spítalans við Grænlendinga árið 2016 og var efni heimsóknarinnar m.a. að ræða árangurinn af því samstarfi og frekari þróun þess. Í ljósi sóttvarnaráðstafana á spítalanum fór aðeins hluti sendinefndarinnar í stutta skoðunarferð um gjörgæslu og vökudeild spítalans auk þess sem Sjúkrahótelið var skoðað.
Runólfur Pálsson forstjóri: „Það var mér sérstök ánægja að taka á móti einmitt grænlenska heilbrigðisráðherranum sem mínum fyrsta gesti í starfi. Raunar var sendinefndin sú fyrsta sem við tökum á móti með þessum hætti frá upphafi faraldurs. Við höfum átt gott samstarf við heilbrigðisyfirvöld í Grænlandi um langa hríð en þó hefur faraldur kórónuveirunnar valdið því að færri hafa notið þjónustu hér. Við ræddum möguleika á aukningu þessa samstarfs en einnig á sviði mannauðsmála. Ég sé mikil tækifæri í frekara samstarfi við þessa góðu nágranna.“
Um Kirsten Fencker