Landspítali er á neyðarstigi
Í dag liggja 72 sjúklingar með COVID á Landspítala en 67 þeirra eru í einangrun. Á gjörgæslu eru fjórir sjúklingar, einn í öndunarvél.
Í gær bættust 6 í hópinn og 3 fóru úr honum.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Áfram eru mikil veikindaforföll hjá starfsmönnum (um 15%) en nú eru 178 fjarverandi vegna COVID. Inflúensan og fleiri veirusýkingar eru einnig farnar að höggva skörð í hópinn, minnt er á að enn er hægt að fá inflúensubólusetningu hjá starfsmannahjúkrunarfræðingum.