Nú eru 72 sjúklingar með COVID á Landspítala. 64 eru í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru 4 sjúklingar, einn þeirra í öndunarvél og 3 í einangrun, 6 börn eru inniliggjandi.
Í gær bættust 14 manns í hópinn og jafnmargir fóru úr honum. Á COVID deildum bíða margir sjúklingar sem lokið hafa einangrun flutnings í önnur úrræði.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
- Nú eru 208 starfsmenn fjarverandi vegna COVID en 74 greindust í gær. Fjölmargir eru fjarverandi vegna annarra veikinda en greinilegt er að inflúensan er á kreiki auk annarra veirusýkinga.
- Farsóttanefnd vinnur að því að skoða með hvaða hætti er öruggt og skynsamlegt að draga úr COVID viðbúnaði spítalans. Stefnt er að því að slík áætlun liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.