Landspítali er á hættustigi
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.
Að undanförnu hefur innlögnum vegna COVID heldur fækkað og í vikunni var ákveðið að taka deild A6 undir aðra sjúklinga en COVID. Það gekk því miður ekki eftir og vegna fjölda innlagna í gær þurfti að leggja COVID sjúklinga að nýju á lungnadeild A6. Það er því augljóst að COVID verður viðfangsefni enn um sinn. Þrátt fyrir þetta þykir farsóttanefnd tilefni til að taka næstu skref í afléttingum á reglum sem varða grímuskyldu, heimsóknir, fjarlægðamörk, fundi og sýnatökur:
1. Frá og með hádegi í dag, 7. apríl 2022, er eingöngu grímuskylda hjá starfsmönnum þegar þeir eru í beinum samskiptum við sjúklinga á Landspítala. Þetta á bæði við um samskipti við inniliggjandi sjúklinga og göngudeildarsjúklinga en þeir síðarnefndu þurfa að bera grímur enn um sinn. Heimsóknargestir eiga að vera með skurðstofugrímu. Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir páska.
2. Heimsóknir verða með almennt séð með eftirfarandi hætti:
Heimsóknartími er þrjár klukkustundir á dag, virka daga kl. 16:30-19:30 en um helgar og á almennum frídögum er heimsóknartími frá 14:30-19:30. Ef annar tími hentar betur geta deildir breytt því. Miðað er við að einungis einn gestur komi til sjúklings í senn (nema þörf sé á fylgdarmanni), hann sé með skurðstofugrímu og fylgi leiðbeiningum um handhreinsun meðan hann er innan spítalans. Stjórnendur deilda og vaktstjórar í fjarveru þeirra hafa umboð til að veita undanþágur frá takmörkun heimsókna og eru eindregið hvattir til að gera það þegar sérstaklega stendur á.
3. Fundir eru heimilir án sérstakra ráðstafana. Engin fjarlægðamörk eru í gildi lengur.
4. Sýnatökur í Birkiborg verða til og með miðvikudeginum 13. apríl en þá verður þeirri þjónustu hætt. Hægt verður að bóka PCR próf á Suðurlandsbraut eitthvað áfram en óljóst hve lengi.
Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á hættustigi frá 7. apríl 2022