Helgihald á Landspítala í dymbilviku og um páska 2022 verður eingöngu með rafrænum hætti í miðlum spítalans vegna þeirra takmarkana sem enn gilda í COVID-19 faraldrinum.
Helgistundirnar á Landspítala verða sendar út á pálmasunnudag, skírdag, föstudaginn langa og á páskadag á sjónvarpsrás 53 innan spítalans, á vef hans og Facebook-síðu spítalans. Á rás 53 verður útsending kl. 9:00 og hún endurtekin kl. 15:00.
Við helgistundirnar þjóna: Dagbjört Eiríksdóttir djákni, sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Hjalti Jón Sverrisson, sr. Ingólfur Hartvigsson, Rósa Kristjánsdóttir djákni og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir.
Einsöngvari er Jóna G. Kolbrúnardóttir og kórsöng annast félagar úr Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar organista.
Stjórn upptöku og samsetning var í höndum Ásvalds Kristjánssonar hjá samskiptateymid Landspítala. Upptökur fóru fram í Guðríðarkirkju.
Pálmasunnudagur 10. apríl
Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir leiðir stundina.
Skírdagur 14. apríl
Séra Gunnar Rúnar Matthíasson og Rósa Kristjánsdóttir djákni leiða stundina.
Föstudagurinn langi 15. apríl
Séra Hjalti Jón Sverrisson og séra Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir leiða stundina.
Páskadagur 17. apríl
Dagbjört Eiríksdóttir djákni og séra Ingólfur Hartvigsson leiða stundina.