Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala frá 1. maí 2022.
Arna Dögg lauk læknaprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi í janúar 2003. Hún lauk framhaldsnámi í almennum lyflækningum á Landspítala árið 2008 og hlaut sérfræðileyfi í árið 2012.
Árið 2015 lauk hún samnorrænu framhaldsnámi í líknarlækningum (Nordic Specialist Course in Palliative Medicine) og fékk viðbótarsérfræðileyfi í líknarlækningum árið 2016.
Arna Dögg hefur starfað við líknarlækningar frá 2010; við líknardeild, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (HERA) og líknarráðgjafateymi.
Hún hefur sinnt reglubundinni stundakennslu bæði við læknadeild og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2013 auk þess sem hún kennir á námskeiðum um samtalstækni á Landspítala. Arna Dögg er varaformaður Lífsins – samtaka um líknarmeðferð.