Vefsíðan „Lyf án skaða“ hefur verið opnuð á vef Landspítala.
Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hóf árið 2017 en átakið hófst á Íslandi árið 2020. Bakhjarlar þess eru Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið. Helstu samstarfsaðilar eru Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun.
Markmið Lyf án skaða er að draga úr alvarlegum lyfjaskaða, af fyrirbyggjanlegum orsökum, um 50% innan 5 ára.
Amelia Samuel, verkefnastjóri á gæða og sýkingavarnardeild Landspítala, og Jón Steinar Jónsson, heimilslæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segja frá verkefninu í þessu myndbandi.