Rafn Hilmarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga á Landspítala.
Rafn lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2000. Hann stundaði sérnám í þvagfæraskurðlækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og hlaut sérfræðiréttindi sem þvagfæraskurðlæknir árið 2007. Hann starfaði í Lundi og seinna Malmö á sameinaðri þvagfæraskurðdeild árin 2004-2013.
Frá árinu 2013 hefur Rafn starfað sem sérfræðingur á þvagfæraskurðdeild Landspítala. Hann hefur verið leiðandi í þróun þjarka aðgerða á Íslandi, uppbyggingu nýrnaígræðsluteymis, miðstöðvar sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein auk kennslu og ráðgjafarstarfa.