Vika hjúkrunar er haldin hátíðleg um heim allan dagana í kringum 12. maí sem var fæðingardagur Florence Nightingale, upphafskonu nútíma hjúkrunar.
Á Landspítala var ákveðið að leggja að þessu sinni áherslu á fagfólk sem er tiltöluleg nýtt í sínu fagi eða nýbúið að ljúka námi.
Í vikunni verða birta þrjú myndskeið sem lúta að þessu; viðtöl við sjúkraliða, nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga og erlenda hjúkrunarfræðinga. Þessi viðtöl gefa örlitla innsýn í þann fjölbreytta hóp sem sinnir hjúkrun.
Sjúkraliðar gegna fjölbreyttum störfum á Landspítala og eru viðmælendur í meðfylgjandi myndskeiði:
- Bára Ósk Einarsdóttir sjúkraliði á BUGL, hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og bætti við sig sjúkraliðanámi.
- Orri Ibsen Ólafsson er nýútskrifaður sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild.
- Ólöf Jónsdóttur er sjúkraliði á meltingar- og nýrnadeild Landspítala.