Fæðingarskráningin á Íslandi birtir skýrslu fyrir árið 2020. Í henni eru ítarlegar upplýsingar um fæðingar á Íslandi á því ári. Embætti landlæknis hefur yfirumsjón með fæðingarskráningunni sem er staðsett á kvennadeildum Landspítala.
Skýrsla fæðingarskráningar 2020
Úr formála skýrslunnar:
„Tilgangur fæðingaskrár er að fylgjast með ýmsum þáttum sem snerta fæðingar, s.s. fæðingartíðni, fjölda fæðinga á hverjum fæðingastað, inngripum í fæðingum og fylgikvillum. Fjallað er um burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða auk mæðradauða í ársskýrslunni. Einnig er birt yfirlit yfir fæðingar eftir tæknifrjóvganir auk samantektar um fósturskimun og fósturgreiningu á Íslandi. Skýrslan varpar ljósi á þróun á ofangreindum þáttum hérlendis á síðastliðnum áratugum. Fæðingaskráin gegnir því hlutverki að fylgjast með breytingum milli ára á þáttum er varða gæði fæðingarþjónustu og bera saman fæðingarútkomur við önnur lönd.“