Er gæða- og umbótastarf óþarfa byrði fyrir sérnámslækna? Tekist var á um það í kappræðum á læknadögum 2022.
Breytingar á heilbrigðiskerfinu eiga sér að nokkru leyti stað með stöðugu gæða- og umbótastarfi. Ýmis verkefni stór sem smá gera vinnuna öruggari og einfaldari fyrir alla. Stuðningur við sérnámslækna í gæðaverkefum er talinn mikilvægur en ein helsta krafan sem gerð er til þeirra er að taka þátt í slíkum verkefnum. Spítalaumhverfið er flókið og því mikilvægt að læra inn á kerfin og ferlana og átta sig á hvernig er hægt að bæta úr þar sem úrbóta er talin þörf.
Viðmælendur:
Tómas Þór Ágústsson, yfirlæknir sérnáms á Landspítala
Margrét Óskarsdóttir, barna- og taugalæknir og verkefnastjóri í gæðaverkefnum sérnámslækna
Gunnar Baldvin Björgvinsson, fjórða árs sérnámslæknir í lyflækningum