Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur úthlutað 68 milljónum króna í styrki til 13 rannsókna. Þar af fjögurra nýrra en hinir eru framhaldsstyrkir.
Fjórir þessara styrkja eru til vísindamanna á Landspítala.
Þetta er í sjötta sinn sem úthlutað er úr þessum sjóði sem stofnaður var árið 2015 til að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Á þessum tíma hafa verið veittar alls 384 milljónir króna til slíkra krabbameinsrannsókna.
Sjá hér nánar um styrkina árið 2022