Um helmingur starfsfólks lyfjaþjónustunnar á Landspítala eru lyfjatæknar en það vantar fleiri slíka.
Lyfjatæknar á Landspítala vinna fjölbreytt og spennandi störf til dæmis í sjúkrahúsapóteki, við lyfjablöndun krabbameinslyfja, sýklalyfja og við næringablöndun. Þeir gæta þess að viðeigandi lyf séu til og sjá um lyfjaskömmtun til sjúklinga á flestum deildum.
Í myndskeiðinu segja lyfjatæknarnir sjálfir hvað þeir fást við; Helga Sigurðardóttir, Ófeigur Geir Barðdal, Agnes Linda Þorgeirsdóttir og Guðlaug Edda Siggeirsdóttir.
Nám í lyfjatækni er í boði við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Sjá nánar um það hér.