Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 19. júní 2022
1. Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta var endurvakin 16. júní 2022 vegna vaxandi fjölda COVID smita í samfélaginu og fjölda inniliggjandi sjúklinga með COVID-19.
2. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímur á meðan þeir eru á Landspítala.
3. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
4. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann.
5. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
6. Fundir starfsmanna eru heimilir að því gefnu að grímuskylda sé virt.
7. Sjúklingar sem leggjast brátt inn á legudeildir eru skimaðir við innlögn.
8. Endurkoma heilbrigðisstarfsmanns til vinnu eftir COVID-19 sýkingu er með eftirfarandi hætti:
Starfsmaður sem hefur lokið að lágmarki 5 daga COVID-19 einangrun má koma til starfa ef:
1. Hann er einkennalaus/einkennalítill
2. Hann hefur verið hitalaus í a.m.k. 24. klst.
3. Hann treystir sér til og vill koma til vinnu
Sjá nánar í gæðaskjali COVID-19 einangrun aflétt.
9. Mögulegt er að fá heimild fyrir vinnuframlagi starfsmanns sem ekki hefur lokið 5 daga einangrun eftir COVID smit. Slík undanþága er neyðarráðstöfun.
Sjá nánar í gæðaskjali: COVID-19 – undanþága fyrir vinnuframlag smitaðs starfsmanns.
10. Almennt á starfsmaður með einkenni öndunarfærasýkinga ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin og síðan samkvæmt gildandi reglum á Landspítala.