Dagsetning: 22/6/2022
Fundartími: 12:00-12:45
Númer fundar: 2022/6
Staðsetning: Teams
Viðstödd: Erla Björg Birgisdóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir, Jakobína Rut Daníelsdóttir, Marta Jóns Hjördísardóttir, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, Tryggvi Hjörtur Oddsson og Þórunn Jónsdóttir
Gestir: Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala
Fundarstjóri: Marta
Fundarritari: Erla Björg
Efni fundar:
- Farið yfir starfsreglur fagráðs með forstjóra
- Farið yfir aðdraganda stofnunnar fagráðs og að hlutverk fagráðs sé í samræmi við lögin. Rætt um samráðsfundi með forstjóra sem eiga að vera minnst fjórum sinnum á ári.
- Umræða um skipulag þjónustu og stjórnskipulag Landspítala. Þetta tengist frumvarpi um stjórn spítalans, vinna er hafin í ráðuneytinu við undirbúning myndun stjórnar.
- Forstjóri segir að verið sé að móta hvernig stjórnin mun vinna en búast megi við því að það komi til kasta fagráðsins oftar t.d. að stjórnin muni kalla eftir viðbrögðum fagráðsins.
- Forstjóri ræðir um fundi með fagráði og ákveðið að hafa fasta fundartíma tvisvar á önn. Marta sér um að boða fundina.
- Farið yfir störf fagráðs fram að þessum fundi.
- Forstjóri upplýstur um fyrirhugað málþing um alvarleg atvik og áhrif þeirra á heilbrigðisstarfsfólk þann 14. september.
- Forstjóri fór yfir stöðu spítalans og fyrirhugaðar aðgerðir.
Fundi slitið.