Fagráð Landspítala hefur tilnefnt tvo áheyrnarfulltrúa í væntanlega stjórn spítalans.
Alþingi samþykkti í vor breytingu á heilbrigðislögum þess efnis að setja Landspítala stjórn. Í henni verða sjö manns, heilbrigðisráðherra skipar fimm aðalmenn og tvo varamenn.
Fagráðið tilnefnir tvo áheyrnarfulltrúa og einn varaáheyrnarfulltrúa.
Þau sem fagráð Landspítala tilnefnir eru:
Aðalmenn
Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs
Hjúkrunarfræðingur, BSc 2010, master í verkefnastjórnun (MPM) 2017, hefur unnið á hjartadeildum, meltingar- og nýrnadeild og menntadeild. Vinnur núna a verkefnastofu og á meltingar- og nýrnadeild í afleysingum. Hefur unnið á Landspítala frá 2007
Örvar Gunnarsson
Útskrifaðist úr læknadeild HÍ 2005 og lauk kandidatsári á Landspítala árið 2006. Vann sem deildarlæknir á lyflækningasviði spítalans til 2009. Sérnám í almennum lyflækningum frá Boston University 2009-2012. Sérnám í blóð- og krabbameinslækningum frá University of Pennsylvania 2012-2015. Hefur unnið á krabbameinsdeild Landspítala frá 2015. Í stjórn Félags lyflækna frá 2015 og í lyfjanefnd Landspítala frá 2021. Einnig þáttakandi í Choosing wisely, verkefni félags Evrópusamtaka lyflækna, frá 2018 og hefur sinnt klínískum lyfjarannsóknum á Landspítala frá 2019.
Varamaður
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Ólafur er náttúrufræðingur, einingarstjóri stofnfrumuvinnslu, rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum. Ólafur er einnig klínískur prófessor við læknadeild og prófessor í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík