Tvö verkefni í geðþjónustu á Landspítala hafa fengið gæða- og nýsköpunarstyrk heilbrigðisráðuneytis , samtals 6 milljónir króna.
Listi yfir 12 verkefni sem heilbrigðisráðuneytið veitti í ágúst 2022 til gæða- og nýsköpunarverkefna hefur verið birtur á vef ráðuneytisins. Heildarupphæð styrkja nam 35 milljónum króna en alls bárust um 32 umsóknir. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að umbótum, nýbreyti og auknum gæðum í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem stuðla að heilsueflingu og nýtingu nýrra lausna til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.
Verkefnin á Landspítala sem hlutu styrk:
Heiti verkefnis: Bifreið Laufeyjar Nærþjónustu
Styrkur að upphæð kr. 3.000.000
Umsækjandi: Laufey Nærþjónusta, göngudeild fíknigeðmeðferðar, geðþjónustu Landspítala
Ábyrgðarmaður: Birna Óskarsdóttir
Heiti verkefnis: Jafningi/notendafulltrúi í geðþjónustu LSH
Styrkur að upphæð 3.000.000 kr.
Umsækjandi: Laugarásinn Meðferðargeðdeild
Ábyrgðarmaður: Sandra Sif Gunnarsdóttir