Hrund Scheving Thorsteinsson verður framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá 26. september til áramóta, þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra hjúkrunar í stað Sigríðar Gunnarsdóttur.
Hrund útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 1982, með meistaragráðu í hjúkrunarfræði frá University of Wisconsin – Madison 1990 og með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2013. Hún hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala síðan 1982, lengst af við stjórnun auk þess að sinna kennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er nú deildarstjóri menntadeildar spítalans.