Hulda lauk BSc prófi frá Háskóla Íslands árið 1999, diplómanámi í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði hjá Endurmenntun 2008 og meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2018.
Hún hefur frá árinu 2019 starfað sem verkefnastjóri á menntadeild Landspítala og samhliða því sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2021 á covid-19 göngudeild og göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma. Áður starfaði hún sem markaðstengill hjá Icepharma og Vistor, sem hjúkrunarfræðingur á háskólasjúkrahúsi í Óðinsvéum í Danmörku og í kjölfar úskriftar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala.