Landspítali stendur fyrir árveknisátakinu „Lyf án skaða“ í tilefni af alþjóðlegum degi sjúklingaöryggis 17. september 2022 - World Patient Safety Day.
Verkefnið gengur út að fækka lyfjatengdum atvikum sem er algeng öryggisógn á sjúkrahúsum um allan heim. Einn angi verkefnisins snýr sérstaklega að notkun og meðhöndlun svokallaðara hááhættulyfja.
Í þessu myndskeiði segja Hulda Margrét Valgarðsdóttir verkefnastjóri á gæðadeild og Helga Kristinsdóttir klínískur lyfjafræðingur frá árveknisátakinu og hááhættulyfjum.