Einn angi árveknisátaksins Lyf án skaða snýr sérstaklega að lyfjasögu sjúklinga. Átakið er í tilefni af World Patient Safety Day, alþjóðlegum degi sjúklingaöryggis 17. september 2022.
Undanfarið hafa verið gerðar miklar umbætur í verklagi Landspítala við skráningu lyfjasögu. Þetta skiptir miklu máli því mikil hætta er á mistökum við lyfjaskömmtun þegar sjúklingar leggjast inn á spítala.
Í þessu myndskeiði er sagt frá því hvað lyfjasaga er, af hverju hún skiptir máli og hvaða skref hafa verið tekin til að bæta verklag við skráningu og eftirlit.
Rætt er við Hildi Jónsdóttur sérfræðing í almennum lyflækningum og Ingibjörgu Sigurðardóttur klínískan lyfjafræðing.