Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar veitti í september 2022 tveimur deildum Landspítala viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema. Þetta voru heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 og bráðageðdeild 32C.
Val á deildum sem fá viðurkenningar grundvallast á niðurstöðum kannana sem nemendur svara eftir hvert klínískt námstímabil.
Efri myndin sýnir Jóhönnu Guðmundu Þórisdóttur, deildarstjóra bráðageðdeildar 32C, taka á móti viðurkenningunni ásamt Sif Sigmarsdóttur sjúkraliða og Snæfríði Jóhannesdóttur aðstoðardeildarstjóra.
Neðri myndin sýnir Steinunni Örnu Þorsteinsdóttur, deildarstjóra heila-, tauga- og bæklunarskurðdeildar B6, taka á móti viðurkenningunni ásamt Laufeyju Vilmundardóttur sjúkraliða, Rögnu Nikulínu Magnadóttur sjúkraliða, Jóhönnu Kristínu Jóhannesdóttur sjúkraliða og Bryndísi Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi.
Á myndunum eru einnig Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Eygló Ingadóttir og Linda B. Loftsdóttir, verkefnastjórar á menntadeild.