Málþing um mikilvægi þverfaglegs samstarfs til að draga úr lyfjatengdum skaða verður haldið 27. október 2022 í sal Læknafélags Íslands að Hlíðasmára 8 í Kópavogi, kl. 11:30-16:00.
Málþingið er liður í átaki WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, undir heitinu „Lyf án skaða“. Átakið hefur að markmiði bætta lyfjameðferð og aukið öryggi í notkun áhættusamra lyfja.
Að málþinginu standa Landspítali, Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands (LÍ), Lyfjafræðingafélagi Íslands (LFÍ), Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Lyfjastofnun.