„Heilsueflandi vinnustaður“ er yfirskrift ráðstefnu á „Degi vinnuverndar“ í Hringsal á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 26. október 2022. Einnig streymt á Facebook Landspítala.
13:00-13:10
Fundur settur
- Hólmfríður Erlingsdóttir teymisstjóri heilsuteymis hjá „mönnun og starfsumhverfi“ á skrifstofu mannauðsmála á Landspítala
13:10-13:30
Heilsueflandi vinnustaður - Vinnuumhverfi á heilsueflandi vinnustað
- Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri „heilsueflandi vinnustaða“ hjá Embætti landlæknis
13:30-13:50
Er hægt að auka við líkamlegt hreysti á vinnutíma?
- Sara Lind Brynjólfsdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK
13:50-14:20
Hlé
14:20-14:40
Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi
- Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari, Landspítala
14:40-15:00
Hæfilegt álag – Sálfélagslegir þættir og sálrænir verkir
- Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur og teymisstjóri stuðnings- og ráðgjafarteymis á Landspítala
15:00
Viðurkenningar fyrir gott innra vinnuverndarstarf á Landspítala