„Heilsueflandi vinnustaður“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á „Degi vinnuverndar“ á Landspítala 26. október 2022.
Markmiðið með deginum var að beina athygli fólks að forvörnum og vinnuvernd og stuðla að öruggari vinnustað fyrir alla. Í myndskeiðinu er fjallað um efni erindanna sem voru flutt á ráðstefnunni.
- Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri heilsueflandi vinnustaða hjá Embætti landlæknis, fjallaði um heilsueflandi vinnustað og kynnti gátlista með viðmiðum sem vinnustaðir geta notað.
- Sara Lind Brynjólfsdóttir, sérfræðingur, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur hjá Virk, talaði um verki en einnig um hvernig hægt er að stuðla að heilsueflingu á vinnutíma.
- Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur og teymisstjóri stuðnings- og ráðgjafateymis Landspítala, talaði um hvernig fólk getur minnkað álag í erfiðum aðstæðum með því að vanda sig í samskiptum.
- Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari talaði um álag starfsfólks í umönnunarstörfum og að tíðni álagseinkenna hefði lítið lækkað. Léttitæki létta störfin.
Veittar voru þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi vinnuverndarstarf: Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjartadeildar við Hringbraut, Jóhanna Friðriksdóttir öldrunarlækningadeild B á Landakoti og Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri gjörgæslu E6 Fossvogi