Vísindasjóður Landspítala styrkir níu unga vísindamenn á Landspítala til klínískra rannsókna og voru styrkirnir afhentir við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 8. desember 2022 í Hringsal.
Styrkirnir til vísindamannanna ungu námu allt að tveimur milljónum króna hver. Vísindasjóður Landspítala, í krafti vinnu vísindaráðs Landspítala, hefur veitt styrki til ungra vísindamanna á Landspítala síðan árið 2011. Nemur heildarfjárhæð styrkja sem sjóðurinn hefur úthlutað til ungra vísindamanna allt að 130 milljónum króna.
Markmið þessara styrkja er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni nýútskrifaðra starfsmanna spítalans. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, setti athöfnina og flutti ávarp. Formaður vísindaráðs, Rósa Björk Barkardóttir, kynnti styrkjaflokkinn og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala og formaður Vísindasjóðs Landspítala afhenti styrkþegum viðurkenningarskjal. Nokkrir styrkþegar kynntu stuttlega vísindaverkefni sitt. Fundarstjóri var Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri og prófessor, sem á sæti í vísindaráði Landspítala.
Styrkhafar:
Berglind Árnadóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Björn Guðbjörnsson, sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Ættlægni og svipgerð sarklíkis á Íslandi. Íslenska sarklíkisrannsóknin -framhaldsverkefni
Aðrir samstarfsaðilar: Sigríður Ólína Haraldsdóttir sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands
Gísli Gíslason sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjendur: Ólafur Skúli Indriðason sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Algengi nýrna- og innkirtlafylgikvilla litíummeðferðar
Hrafnhildur Gunnarsdóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðilæknir og klínískur prófessor, Skrifstofu meðferðarsviðs.
Rannsókn: Frumkomið aldósterónheilkenni á Íslandi í 10 ár – framhaldsrannsókn
Hulda Hrund Björnsdóttir, læknir í sérnámsgrunni, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Gerður Gröndal yfirlæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og dósent við Háskóla Íslands og Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og þráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Sykursteranotkun á Íslandi á 17 ára tímabili og staða beinverndar hjá langtímanotendum sykurstera.
Samstarfsaðili: Ólafur B. Einarsson, lyfjafræðingur, Embætti landlæknis.
Konstantín Shcherbak sérfræðilæknir, öldrunarþjónustu og aðjúnkt í Háskóla Íslands
Meðumsækjandi: Helga Eyjólfsdóttir yfirlæknir, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu og dósent við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Þættir sem hafa forspárgildi um útskrift heim frá öldrunarendurhæfingardeild innan 30 daga
Aðrir samstarfsaðilar: Alfons Ramel, prófessor við Háskóla Íslands, Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Hrafnhildur Eymundsdóttir nýdoktor, öldrunar- og endurhæfingaþjónustu.
Kristín Júlía Erlingsdóttir sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Viðar Örn Eðvarðsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Nýrnasteinasjúkdómur hjá íslenskum börnum og unglingum.
Kristján Torfi Örnólfsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Einar Stefán Björnsson yfirlæknir, skrifstofu meðferðarsviðs og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Lýðgrunduð rannsókn á tengslum primary biliary cholangitis og hvatberamótefna við aðra sjúkdóma og horfur - framhaldsrannsókn.
Signý Lea Gunnlaugsdóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjendur: Magnús Gottfreðsson yfirlæknir, framkvæmdastjórum hjúkrunar og lækninga og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Gerviliðsýkingar á Íslandi 2003-2020.
Aðrir samstarfsaðilar: Kristján Orri Helgason sérfræðilæknir, rannsóknaþjónustu, Elías Guðbrandsson sérfræðilæknir, skurðlækningaþjónustu og Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur, rannsóknaþjónustu.
Sólveig Bjarnadóttir sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjendur: Karl Konráð Andersen forstöðumaður, skrifstofu aðgerðasviðs og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Breytt birtingarmynd bráðs kransæðaheilkennis á Íslandi 1981-2017.
Aðrir samstarfsaðilar: Vilmundur Guðnason forstöðulæknir, Hjartavernd og prófessor við Háskóla Íslands og Elías Freyr Guðmundsson, faraldsfræðingur, Hjartavernd.