Frá farsóttanefnd:
Gripið hefur verið til þess tímabundna ráðs að takmarka heimsóknir á Landspítala við einn gest til sjúklings á heimsóknartíma meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Þær ráðstafanir gilda frá 29. desember 2022.
Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á spítalanum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi (s.s. flensueinkenni, kvef og þess háttar) eða frá meltingarvegi (s.s. niðurgang eða uppköst).
Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildir spítalans með heimsóknargestum. Takmarkanirnar verða endurmetnar reglulega.
Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður