Vinnustofur með yfirskriftinni ,, Mótun framtíðarsýnar klínískrar lyfjafræðiþjónustu á Íslandi” voru haldnar 15. og 28.nóvember í sal Lyfjafræðingafélags Íslands. Þær voru haldnar fyrir tilstuðlan Landspítala í samvinnu við Lyfjafræðingafélag Íslands, Háskóla Íslands og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Stétt klínískra lyfjafræðinga á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár og því brýnt að stilla saman strengi til að klínísk lyfjaþjónusta mæti vaxandi þörfum íslenska heilbrigðiskerfisins.
„Fyrir 2030, munu störf klínískra lyfjafræðinga verða sýnileg í samfélaginu, jafnt innan heilbrigðiskerfisins meðal heilbrigðistarfsmanna sem og almennings. Þannig mun gæði og öryggi lyfjameðferða einstaklinga vera í forgangi í þjónustu sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, apóteka og hjúkrunarheimila, leitt og stutt af klínískum lyfjafræðingum í þverfaglegum teymum. Við munum með rannsóknum og aukinni þekkingu tileinka okkur skapandi nálgun í þjónustu við sjúklinga sem hámarkar árangur meðferðar og eykur lífsgæði. Með aukinni framþróun, menntun og hæfni í starfi munu klínískir lyfjafræðingar geta fylgt skjólstæðingum sínum eftir með ávísunarrétti í samvinnu við lækna.”
Tengt efni: Lyf án skaða vefsíðan