Frá farsóttanefnd Landspítala:
Grímuskylda á Landspítala er valkvæð frá og með föstudeginum 10. mars 2023.
Valkvæð grímunotkun á við alla; sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eiga erindi á Landspítala.
Ávallt þarf að hafa í huga að ef heimsóknargestur hefur einkenni öndunarfærasýkingar þá ætti hann að fresta heimsókn en nota grímu ef það er ekki hægt.
Farsóttanefnd mælir með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli eru og ekki unnt að gæta að sóttvörnum.
Einnig að grímur séu notaðar ef starfsmaður er með öndunarfæraeinkenni og ef sjúklingur fær einkenni sem þarfnast greiningar.
Þá er minnt á reglur um grundvallarsmitgát þar sem áhersla er á að rjúfa smitleiðir með viðeigandi notkun hlífðarbúnaðar.
Vert er að hafa í huga á næstu vikum að enn greinast ýmsar veirur sem valda öndunarfærasýkingum og fer kúrfan fremur hægt niður. Starfsfólk er því beðið um að vera vakandi fyrir einkennum hjá sjúklingum og sjálfu sér og grípa til viðeigandi ráðstafana vakni grunur um sýkingu.