Búið er að myndskreyta nýju spítalaskutlurnar tvær á Landspítala sem eru í ferðum milli helstu starfsstöðva spítalans. Báðar skutlurnar eru rafmagnsbílar.
Stefnt er að því að endurnýja bílaflota Landspítala þannig að hann verði að fullu rafknúinn árið 2024, samtals um 40 bílar. Um helmingur rafmagnsbílanna er nú þegar kominn í gagnið, þar af voru að bætast við spítalaskutlurnar tvær sem eru í áætlunarferðum milli helstu starfsstöðva spítalans með fólk og smærri sendingar svo sem rannsóknarsýni og blóð.
Spítalaskutlurnar prýða nú ljósmyndir úr spítalastarfseminni.
Hönnun: Íris Jónsdóttir, grafískur hönnuður Landspítala
Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Landspítala