Frá skrifstofu forstjóra:
Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans.
Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið oghefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.