„Heilsueflandi þjónusta í Heilsugæslu - aukin sjálfvirknivæðing“ er yfirskrift fræðslufundar Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) sem verður fimmtudaginn 13. apríl 2023.
Fyrirlesari: Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri heilsueflandi móttaka, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Fundurinn verður í kennslusal á 7. hæð á Landakoti en einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Landspítala.
ATHUGA tímasetningu: Kl. 11:45 til 12:15