Frá ónæmisfræðideild:
Ónæmisfræðideild Landspítala hefur boðið upp á deilitalningar á T-, B- og NK frumum og sérhæfðari flokkun og þroskamati á eitilfrumum. Síðan 2013 hafa allar frumuflæðisjár rannsóknir verið framkvæmdar á Navios frumuflæðisjá frá Beckman Coulter.
Í nóvember 2022 keypti ónæmisfræðideildin nýja Lyric frumuflæðisjá frá Becton Dickinson. Hún býður upp á fleiri liti, er næmari og er hægt að tengja beint við svarkerfi deildarinnar (Cyberlab). Tengingin við svarkerfið er komin og munu niðurstöður berast rafrænt á milli frumuflæðisjár og svarkerfis. Svörin munu því berast fyrr til beiðanda og þjónustan verða betri. Einu breytingarnar eru hvernig niðurstöður fyrir sérhæfða deilitalningu eitilfruma verða gefnar út. Sömu frumuhópar eru greindir.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
• Fylgiskjal sem sýnir „hliðunina“ (gating strategy) mun ekki fylgja nema beðið sé um það sérstaklega í rannsóknarbeiðninni.
• Niðurstöður og viðmiðunargildi (eitilfrumur, CD3, CD4, CD8, CD19, NK og CD4/CD8 hlutfall) fyrir sérhæfðu deilitalinguna munu nú sjást í Cyberlab á sama hátt og fyrir deilitalningu eitilfruma.
Við vonum að þessi breyting muni auka gæði og skilvirkni þjónustunnar og valdi ekki óþægindum.
Ef þið hafið sérstakar óskir/ábendingar vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga ónæmisfræðideildarinnar (sími: 543 5800).
Virðingarfyllst
Sólrún Melkorka Maggadóttir starfandi yfirlæknir
Siggeir Fannar Brynjólfsson náttúrufræðingur