Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu 19. apríl 2023 heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins til ársins 2030. Þar var meðal annars farið yfir stöðu uppbyggingarinnar við Hringbraut og ráðherrarnir skoðuðu framkvæmdirnar þar.
„Uppbygging Landspítala er langtímaáætlun sem tekur tillit til þróunar og breyttra þarfa í heilbrigðisþjónustu. Henni er ætlað að byggja undir velsæld þjóðarinnar og felur í sér heildarfjárfestingu fyrir um 210 milljarða króna sem dreifist yfir tímabilið.“
Myndirnar sem fylgja tók Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Landspítala.