Poorya Foroutan Pajoohian var útnefndur ungur vísindamaður Landspítala 2023 á Vísindum á vordögum, uppskeruhátíð vísindastarfs á spítalanum, í Hringsal 26. apríl.
Poorya Foroutan Pajoohian lauk BSc á sviði heilbrigðisvísinda árið 2016, MSc í ónæmisfræði árið 2019 og birti tvær greinar í Journal of Inflammation Research and Advanced Biomedical Research úr MSc ritgerð sinni sem var rannsókn á tjáningu CXC efnatoga viðtökum í dýralíkani af bráðri sáraristilbólgu (UC). Þeir sýndu að CXCR2 er eini viðtakinn fyrir efnatoga CXCL fjölskylduna sem sýndi auka tjáningu í tilrauna UC og að CXCR2 gæti gegnt mikilvægu hlutverki í meingerð sjúkdómsins.
Poorya starfaði samhliða námi sem vísindamaður á ýmsum rannsóknarstofum og hefur mikla reynslu á aðferðum sem notuð eru í klínískri rannsóknaþjónustu. Þegar Covid-19 faraldurinn hófst voru Poorya og eiginkona hans, Parinaz Mahdavi, doktorsnemi hjá Eiríki Steingrímssyni, prófessor í Háskóla Íslands sem stundar rannsóknir á sortuæxlum, að keyra að minnsta kosti 500 PCR sýni á dag á sjúkrahúsinu. Poorya og Parinaz vildu bæði fara í frekara nám og sóttu um doktorsnemastöður hér á Íslandi sem þau fengu.
Poorya hóf PhD nám við læknadeild Háskóla Íslands undir leiðsögn Ingileifar Jónsdóttur prófessor og Stefaníu P. Bjarnarsonar dósents og starfar á ónæmisfræðideild Landspítala. Hann er stjórnarmaður í Lífvísindasetri sem fulltrúi doktorsnema. Hann vinnur nú að aðferðum til að vinna bug á takmarkaðri bóluefnissvörun og vernd gegn öndunarfærasýkingum. Nýlega birti hópur þeirra ritrýnda grein í „Journal of Frontiers in Immunology“ þar sem Poorya er þriðji höfundur og þeir sýndu fram á að ónæmisglæðarnir dmLT og mmCT auka bæði örvun og viðvarandi ónæmissvörun nýbura við bóluefninu Pn1- CRM197 eftir bólusetningu í slímhúð eða utan meltingarvegar. Poorya hefur einnig haldið erindi og kynnt veggspjöld með niðurstöður úr rannsóknum sínum innanlands og á alþjóðlegum ráðstefnum.
Poorya Foroutan Pajoohian er fæddur árið 1993 í Kúrdistan sem er í austurhluta Írans. Þau Parinaz Mahdavi, eiginkona hans, eiga nýfæddan son sem heitir Kardo.