Uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, Vísindi á vordögum, sem haldin var 26. apríl 2023, var sú tuttugasta og þriðja í röðinni.
Vísindaráð Landspítala hefur veg og vanda af því að halda Vísindi á vordögum og eins og formaður þess, Rósa Björk Barkardóttir, nefnir í myndskeiðinu að neðan hefur ávallt verið tvenns konar þema fyrir hátíðina, annars vegar að veita styrki úr Vísindasjóði Landspítala og hins vegar að kynna niðurstöður áhugaverðra vísindaverkefna.
Á ársskýrsluvef Vísinda á vordögum 2023 er upplýsingar um flest það sem fram fór á uppskeruhátíðinni, þar á meðal um það fólk sem var heiðrað, styrkt og verðlaunað vegna vísindastarfa.