„Heilbrigði jarðar og við: Hjúkrun framtíðar er núna“ er yfirskrift fyrirlesturs í Hringsal þriðjudaginn 9. maí 2023, kl. 12:00-13:00, í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga. Fyrirlesari er Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Fundurinn verður líka sendur út á Workplacesíðu Landspítala (innra net spítalans).
Elísabet Herdís hefur nýlokið framhaldsnámi frá University of British Columbia í Kanada. Lokaverkefni hennar þar fjallaði um áhrif umhverfis á heilbrigðisþjónustu og fjallaði um hvað heilbrigðiskerfin gætu gert til þess að aðlagast breyttu umhverfi, mengun og þeim fjölbreyttu ógnum sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga og mengunar.
Elísabet hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir að vera ötull talsmaður skaðaminnkunar hjá frú Ragnheiði og árið 2020 fékk hún viðurkenningu JCI á Íslandi sem framúrskarandi ungur Íslendingur.
Fyrirlesturinn er á vegum framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á veitingar.