Fjöldi gesta sótti 50 ára afmælifagnað Grensásdeildar 26. apríl 2023 þar sem bæði var minnst starfsins í hálfa öld og um leið fagnað því sem fram undan er, þ.e. ákvörðun um viðbyggingu sem rís þar á næstu árum og stórbætir aðstöðuna sem hefur lengst af verið verulega ábótavant.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var meðal afmælisgesta og flutti ávarp ásamt fleirum, fyrrverandi starfsmenn voru heiðraðir og Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvina Grensásdeildar, lét hrópa fjórfalt húrra fyrir „afmælisbarninu“.
Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við Sigrúnu Knútsdóttur sem var fyrsti sjúkraþjálfari á Grensásdeild.
Grensásdeild 50 ára 26. apríl 2023