Olaf Dössel frá KIT í Karlsruhe Þýskalandi heldur fyrirlestur um vélarnám í heilbrigðisþjónustu mánudaginn 8. maí 2023, kl. 14:00. Fyrirlesturinn er á vegum Heilbrigðistæknifélags Íslands og verður í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis.
„Vélarnám (machine learning) er að verða eitt mikilvægasta tól læknisfræði, heilbrigðisupplýsingafræði, heilbrigðisverkfræði og heilbrigðiseðlisfræði. Aukin reiknigeta og aðgangur að stórum gagnasöfnum er hröðum skrefum að auka möguleika á betri heilbrigðisþjónustu. Allt frá forvörnum, sjúkdómsgreiningu, meðferð og að endurhæfingu. Fyrirlesturinn byrjar á nokkrum dæmum um notkun vélarnáms. Hugmyndir, hugtök og algrím verða skýrð stuttlega. Augljóslega eru forsendur notkunar vélarnáms í heilbrigðisþjónusu áreyðanleiki, öryggi, þol, gegnsæi og skýranleiki, traust og án mismununar. Hvernig er hægt að mæla eða meta þessa mismunandi eiginleika vélarnámshugbúnaðar í læknisfræði? Við þurfum stöðluð próf og mælanlega skilgreinda gæðavísa að meðtöldu óvissumati. Hvernig fáum við gæða upplýsingar umleið og við gætum að lögum um gagna- og persónuvernd. Við verðum að gera rannsakendum kleift að nálgast falda fjársjóði læknisfræðilegra gagna til að gera úr þeim verðmætar upplýsingar. Fyrirlesturinn mun einnig leita svara við algengum spurningum um siðfræði, ábyrgð og lögfræðileg álitamál notkunar vélarnáms í læknisfræði.“
Úr kynningu á fyrirlestrinum sem er hér í heild.