Með styrk sem Nýsköpunarsjóður námsmanna veitti Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) getur hún boðið einum nemanda vinnu sumarið 2023.
Rannsóknarstofa í öldrunarfræðum leitar að nemanda með brennandi áhuga á rannsóknum, sem hefur lokið grunnnámi á sviði heilbrigðisvísinda, í sumarvinnu hjá stofunni. Óskað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á rannsóknarvinnu, skráningu og greiningu gagna. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnþekkingu í tölfræði. Gert ráð fyrir vinnu frá 1. júní til 31. ágúst.
Umsóknir berist til Hrafnhildar Eymundsdóttur verkefnistjóra Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum - hrafnhie@landspitali.is.