Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík í maí 2023 hefur gefið tilefni til að fara yfir og endurmeta margt í viðbragði Landspítala til að mæta vá af ýmsu tagi. Til dæmis hefur viðbragðsáætlun spítalans verið uppfærð og haldin var stór æfing meðal starfsfólks bráðamóttökunnar í Fossvogi. Þar var einnig haldin sértök eiturefnaæfing 3. maí til að æfa viðbrögð við eiturefnaárás.
Viðmælandi í myndskeiðinu um eiturefnaæfinguna: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Fossvogi.