Níu hjúkrunarfræðingar útskrifuðust úr nýju diplómanámi í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun þann 12. maí 2023.
Þessi nýja námsleið er viðbótardiplómanám á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það er 30 eininga og dreifist á þrjú til fjögur misseri.
Nemendur luku tveimur sérkenndum námskeiðum:
- Faraldsfræði, útbreiðsla smitsjúkdóma og sóttvarnir
- Sýkingavarnir og smitsjúkdómahjúkrun
Einnig luku nemendur tveimur öðrum námskeiðum sem kennd eru í læknadeild:
- Sýklafræði fyrir hjúkrunarfræðinga
- Veirufræði fyrir hjúkrunarfræðinga
Að náminu loknu hafa nemendur öðlast færni til að hagnýta þekkingu sína við störf í heilbrigðisþjónustunni. Þeir búa yfir kunnáttu sem nýtist í almennum forvörnum og hreinlæti:
- Í viðbrögðum við faröldrum og hópsýkingum
- Við hjúkrun sjúklinga með bráða og langvinna smitsjúkdóma innan og utan stofnana
- Við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og skipulag stofnana
- Í þátttöku í sýkingavörnum og þróunarsamvinnu á alþjóðlegum vettvangi.
Útskriftarnemendurnir:
Arna Kristín Guðmundsdóttir
Birta Rún Sævarsdóttir
Dagný Rún Þorgrímsdóttir
Ingibjörg Ásta Claessen
Ingibjörg Linda Sveinbjörnsdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir
Rut Guðbrandsdóttir
Sólveig Gylfadóttir
Svava Ósk Aðalsteinsdóttir