Blóðgjafafélagið veitti viðurkenningu blóðgjöfum sem gefið hafa blóð 150 sinnum við athöfn á Bessastöðum 23. maí 2023.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti blóðgjöfunum viðurkenningarskjal.
Alls náðu fimm blóðgjafar þessum merka áfanga en tveir þeirra voru fjarverandi.
Þetta minnir á að sumarleyfi eru framundan og jafnan á þeim tíma mjög mikilvægt að nægt blóð sé til í Blóðbankanum. Á vef Blóðbankans sést hvenær er opið til að gefa blóð við Snorrabraut í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri.