Ársskýrsla lyfjanefndar Landspítala 2022 hefur verið birt á vefsíðu nefndarinnar.
Lyfjanefnd Landspítala hefur það hlutverk að vinna að öryggri og skynsamlegri notkun lyfja á Landspítala og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum. Markmiðið er að tryggja öryggi við umsýslu lyfja og að saman fari fagleg og fjárhagsleg ábyrgð við val á lyfjum og notkun þeirra.
Lyfjanefnd Landspítala starfar samkvæmt lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021.